Enski boltinn

Sonur David Beckham æfir með Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brooklyn Beckham er lengst til vinstri.
Brooklyn Beckham er lengst til vinstri. Mynd/NordicPhotos/Getty
David Beckham skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannsamning við Manchester United þegar hann var 17 ára gamall og nú ætlar sonur hans að feta sömu slóð.

Brooklyn Beckham er 14 ára gamall og æfir þessa dagana með Manchester United. Hann fær þó engan ókeypis samning því þrátt fyrir pabba sinn og þarf að sanna sig eins og aðrir ungir leikmenn félagsins.

Brooklyn æfði á sínum tíma með unglingaliði Los Angeles Galaxy og þá hefur hann æft með bæði Chelsea og Queens Park Rangers eftir að fjölskyldan flutti til London.

Fyrir 20 árum kallaði Sir Alex Ferguson, þá stjóri Manchester United, David Beckham inn á skrifstofu til sín og bauð honum samning.

Beckham spilaði yfir 400 leiki með liðinu og vann sex meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og Meistaradeildina einu sinni áður en hann fór til Real Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×