Árnar horfnar og eftir standa gagnslitlar brýr Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2013 19:09 Brúin yfir Heinabergsvötn. Áin rann undir brúna í nokkra mánuði sumarið 1948 en hefur ekki sést síðan. Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2. Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. Fljótin áttu það sameiginlegt að koma undan skriðjöklum Vatnajökuls sem hopuðu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jöklar og brýr koma einnig við sögu í þættinum „Um land allt“ á mánudagskvöld kl. 20.05, sem er úr Suðursveit. Frægasta brúin sem þessi örlög hefur hlotið er jafnframt lengsta brú Íslands, Skeiðarárbrú, en fyrir fjórum árum hvarf Skeiðará og sameinaðist Gígjukvísl við það að Skeiðarárjökull hopaði. Frá árinu 2009 hefur þetta mikla mannvirki staðið að mestu á þurrum sandi, þar sem áður beljaði stórfljót, og nú rennur bara Morsá þarna undir og dygði mun styttri brú.Skeiðará hvarf árið 2009. Eftir stendur lengsta brú Íslands, 880 metra löng. Mun styttri brú dygði Morsá.En það er ekki einsdæmi að vatnsfall hverfi. Árið 1990 hvarf áin Stemma á Breiðamerkursandi þegar Stemmulón sameinaðist Jökulsárlóni eftir að Breiðamerkurjökull hopaði. Eftir stóð óþörf brú, sem nú er búið að fjarlægja. Elsta dæmi af þessu tagi er sennilega brúin yfir Heinabergsvötn skammt frá Smyrlabjörgum í Suðursveit, en hún gagnaðist bara í nokkra mánuði. Brúin var opnuð vorið 1948 en um haustið sama ár hvarf fljótið. Heinabergsvötn sameinuðust ánni Kolgrímu, þegar lón myndaðist við sporð Heinabergsjökuls, en Sigurbjörn Karlsson, bóndi á Smyrlabjörgum, lýsti breytingunum í viðtali á Stöð 2.Bjarni Bjarnason hjá Jöklajeppum í Suðursveit sér merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.En kannski verður aftur þörf fyrir brýrnar, miðað við nýjustu fréttir af Vatnajökli. Bjarni Bjarnason, sem stendur fyrir vélsleðaferðum á jökulinn, segist sjá merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur. Við skálann Jöklasel í 830 metra hæð í Suðursveit séu nú þykkari fannir en á sama tíma í fyrra og muni verulegu. Þar sem var 20 sentímetra snjólag í apríl í fyrra var í vor fimm metra þykkur snjór. Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. 31. október 2013 19:50 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Þrjár stórar brýr á Suðausturlandi hafa mætt þeim örlögum á undanförnum áratugum að verða gagnslitlar og jafnvel óþarfar vegna þess að árnar hurfu sem þær áttu að brúa. Fljótin áttu það sameiginlegt að koma undan skriðjöklum Vatnajökuls sem hopuðu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jöklar og brýr koma einnig við sögu í þættinum „Um land allt“ á mánudagskvöld kl. 20.05, sem er úr Suðursveit. Frægasta brúin sem þessi örlög hefur hlotið er jafnframt lengsta brú Íslands, Skeiðarárbrú, en fyrir fjórum árum hvarf Skeiðará og sameinaðist Gígjukvísl við það að Skeiðarárjökull hopaði. Frá árinu 2009 hefur þetta mikla mannvirki staðið að mestu á þurrum sandi, þar sem áður beljaði stórfljót, og nú rennur bara Morsá þarna undir og dygði mun styttri brú.Skeiðará hvarf árið 2009. Eftir stendur lengsta brú Íslands, 880 metra löng. Mun styttri brú dygði Morsá.En það er ekki einsdæmi að vatnsfall hverfi. Árið 1990 hvarf áin Stemma á Breiðamerkursandi þegar Stemmulón sameinaðist Jökulsárlóni eftir að Breiðamerkurjökull hopaði. Eftir stóð óþörf brú, sem nú er búið að fjarlægja. Elsta dæmi af þessu tagi er sennilega brúin yfir Heinabergsvötn skammt frá Smyrlabjörgum í Suðursveit, en hún gagnaðist bara í nokkra mánuði. Brúin var opnuð vorið 1948 en um haustið sama ár hvarf fljótið. Heinabergsvötn sameinuðust ánni Kolgrímu, þegar lón myndaðist við sporð Heinabergsjökuls, en Sigurbjörn Karlsson, bóndi á Smyrlabjörgum, lýsti breytingunum í viðtali á Stöð 2.Bjarni Bjarnason hjá Jöklajeppum í Suðursveit sér merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.En kannski verður aftur þörf fyrir brýrnar, miðað við nýjustu fréttir af Vatnajökli. Bjarni Bjarnason, sem stendur fyrir vélsleðaferðum á jökulinn, segist sjá merki þess að Vatnajökull sé að stækka aftur. Við skálann Jöklasel í 830 metra hæð í Suðursveit séu nú þykkari fannir en á sama tíma í fyrra og muni verulegu. Þar sem var 20 sentímetra snjólag í apríl í fyrra var í vor fimm metra þykkur snjór.
Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. 31. október 2013 19:50 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. 31. október 2013 19:50