Fótbolti

Helgi Valur og félagar tóku stig af toppliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Valur Daníelsson.
Helgi Valur Daníelsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn með Belenenses þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Porto í kvöld í portúgölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Porto var bara búið að tapa tveimur stigum allt tímabilið þegar kom að leiknum í Lissabon í kvöld.

Eliaquim Mangala kom Porto í 1-0 á 30. mínútu en João Pedro jafnaði fyrir Belenenses aðeins þremur mínútum síðar og þannig urðu lokatölurnar.

Porto er áfram á toppnum nú með þriggja stiga forskot á Benfica en Belenenses er í 11. sætinu með 9 stig.

Helgi Valur var í byrjunarliðinu í fimmta leiknum í röð og Belenenses hefur náð í stig í þeim öllum (2 sigrar og 3 jafntefli). Liðið tapaði hinsvegar fjórum fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×