Fótbolti

Fiorentina vann AC Milan á San Siro

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli var ekki í góðu skapi í kvöld.
Mario Balotelli var ekki í góðu skapi í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty
Napoli og Juventus unnu bæði sína leiki í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og ætla ekki að gefa eftir í titilbaráttunni.

Liðin eru bæði tveimur stigum á eftir toppliði Roma sem er með fullt hús og á auk þess leik inni á morgun.

AC Milan hefur aftur á móti aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum eftir 0-2 tap á móti Fiorentina á heimavelli sínum.

José Mária Callejón og Marek Hamšík skoruðu mörk Napoli á fyrstu 20 mínútunum í 2-1 heimasigri á Catania.

Miðjumaðurinn Paul Pogba, sem lék áður með Manchester United, skoraði eina markið á 77. mínútu þegar Juventus vann 1-0 útisigur á Parma.

Juan Manuel Vargas og Borja Valero skoruðu mörk Fiorentina í 2-0 sigrinum á AC Milan. AC Milan hefur aðeins eitt stig í síðustu þremur leikjum og er komið niður í 11. sæti deildarinnar. Fiorentina er í 4. sæti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×