Fótbolti

Heerenveen tapaði í Utrecht

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Utrecht skellti Heerenveen 2-0 á heimavelli í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Alfreð Finnbogason lék allan leikinn fyrir Heerenveen.

Jens Toornstra kom Utrecht yfir á 19. mínútu og var staðan í hálfleik 1-0.

Jacob Mulenga bætti öðru marki við á 54. mínútu og lokatölur 2-0.

Alfreð Finnbogason lék allan leikinn en tókst ekki að skora þriðja leikinn í röð í deild og bikar.

Utrecht komst með sigrinum upp í 15 stig þar sem liðið hittir Heerenveen fyrir í 10. sæti en Alfreð og félagar eru með betra markahlutafall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×