Sport

Útvarpsmaður rekinn eftir að hafa misst sig á Twitter

Útvarpsmaðurinn vildi láta meiða þennan mann, Timmy Jernigan.
Útvarpsmaðurinn vildi láta meiða þennan mann, Timmy Jernigan.
Útvarpsmaður í Miami mælir nú göturnar þar sem hann var rekinn eftir að hafa farið offari á Twitter eftir leik í háskólaboltanum um síðustu helgi.

Útvarpsmaðurinn heitir Dan Sileo og hann er fyrrum leikmaður Miami-háskólans. Miami steinlá, 41-14, gegn Florida State um helgina en mikill rígur er á milli skólanna.

Einn leikmaður Florida State náðist á mynd þar sem hann gerði grín að Miami meðan á leik stóð. Er Sileo sá myndina sturlaðist hann.

Hann fór á Twitter og bauð rúmar 120 þúsund krónur til þess leikmanns Miami sem myndi slasa Flórída-leikmanninn er skólarnir mætast aftur eftir sex vikur.

Forráðamenn Miami voru allt annað en hrifnir af þessari hugmynd og sömu sögu er að segja af eigendum útvarpsstöðvarinnar. Sileo var sagt upp daginn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×