Fótbolti

Skildu eftir höfuðið fyrir utan húsið

Úr einu af fjölmörgum fátækrahverfum í Ríó.
Úr einu af fjölmörgum fátækrahverfum í Ríó. Nordicphotos/Getty
„Hann var yndislegur fjölskyldumaður. Hann lifði fyrir fótbolta og stutt síðan hann hætti að spila,“ segir vinur Joao Rodrigo Silva Santo sem var drepinn á dögunum.

Talið er að meðlimir úr hópi eiturlyfjasölumanna beri ábyrgð á dauða brasilíska knattspyrnumannsins. Santo var rænt að nóttu til þegar hann yfirgaf kjörbúðina sem hann rak í Realengo, hverfi í Ríó í Brasilíu.

Snemma morguninn eftir vaknaði eiginkona hans, lögreglumaður í boginni, upp við skrýtin hljóð fyrir utan húsið. Í bakpoka fann hún höfuð eiginmannsins sem hafði verið skorið af honum. Fjölmiðilinn G1 Globo fullyrðir að tunga og augu mannsins hafi verið skorin í burtu.

„Hann átti enga óvini,“ segir vinurinn Bruno Santos.

Santo spilaði með fjölmörgum brasilískum liðum og einnig um tíma í Svíþjóð. Eiginkona hins látna tilheyrir hluta lögreglunnar sem hefur unnið hörðum höndum að því að brjóta niður glæpagengi í Ríó í aðdraganda HM í knattspyrnu næsta sumar og Ólympíuleikanna árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×