Fótbolti

Maðurinn í búrinu æfir með Úlfunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. Mynd/Vilhelm
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er mættur til Noregs. Hann æfir þessa viku með liði Sandnes Ulf en með liðinu spila meðal annars Steinþór Freyr Þorsteinsson og Steven Lennon, fyrrum framherji Fram.

„Ég er fyrst og fremst að halda mér í formi fyrir Króatíuleikina. Það er samt spennandi að vera kominn hingað. Sandnes Ulf og Noregur væri skref upp á við fyrir mig,“ segir Hannes Þór í viðtali við vefmiðilinn Rogalandsavis.

Ekki hefur verið gengið frá nýjum samningi við núverandi markvörð Úlfanna. Félagið hefur sýnt nokkrum áhuga en samkvæmt heimildum norska miðilsins er Hannes Þór ekki einn þeirra.

„Maður á aldrei að segja aldrei. Við sjáum til hvernig æfingar ganga,“ segir Rune Espedal, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Fyrst og fremst sé um samkomulag að ræða á milli Úlfanna og KR en Espedal segir mikinn vinskap vera félaganna á milli.

Hannes Þór heldur í næstu viku til Svíþjóðar þar sem hann mun æfa með Kalmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×