Enski boltinn

Gylfi stjarna kvöldsins er Tottenham fór áfram eftir vítaspyrnukeppni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi fangar hér marki sínu í kvöld.
Gylfi fangar hér marki sínu í kvöld. nordicphotos/getty
Tottenham er komið áfram í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins eftir ótrúlegan sigur á Hull City eftir vítaspyrnukeppni. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum tímabilsins í kvöld og kom Spurs yfir 1-0. Gylfi skoraði einnig fyrsta mark Tottenham í vítaspyrnukeppninni.

Fyrsta mark leiksins gerði Gylfi Þór Sigurðsson eftir rúmlega korters leik en markið var stórkostlegt.

Brad Friedel gerði sig sekan um skelfilega mistök er Hull jafnaði leikinn í upphafi síðari hálfleiksins.

Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en það var Paul McShane sem kom Hull yfir í byrjun framlengingarinnar og staðan 2-1 fyrir gestina.

Harry Kane var hetja Tottenham en hann jafnaði metin 2-2 á 108. mínútu leiksins.

Grípa þurftir til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegarann.

Gylfi Þór fór fyrstur á punktinn og var öryggið uppmála í spyrnu sinni en boltinn fór út við stöng, alveg óverjandi.

Þegar liðin höfðu bæði tekið fimm spyrnur var staðan enn jöfn 4-4. Vítaspyrnukeppnin ætlaði aldrei að taka enda þar til að Ahmed Elmohamady, leikmaður Hull, lét Brad Friedel verja frá sér og vann  Tottenham vítaspyrnukeppnina 8-7 að lokum eftir bráðabana.

Liðið er því komið áfram í 8-liða úrslitin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×