Fótbolti

Maradona: Aguero er aumingi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Diego Mardadona og Sergio Aguero á æfingu með argentínska landsliðinu árið 2009. Maradona var þá landsliðsþjálfari.
Diego Mardadona og Sergio Aguero á æfingu með argentínska landsliðinu árið 2009. Maradona var þá landsliðsþjálfari. nordicphotos/getty
Argentínumaðurinn Diego Maradona lætur fyrrum tengdason sinn Sergio Aguero heyra það í fjölmiðlum og kallar hann aumingja en Aguero var giftur Giannina, dóttur Maradona í fjögur ár.

Saman eiga þau eitt barn en parið skildi fyrr á þessu ár. Maradona hefur engan áhuga á að vera í samskiptum við Aguero og vandar honum svo sannarlega ekki kveðjurnar.

Sergio Aguero leikur í dag með enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City.

„Hann er aumingi og ég vill ekki einu sinni nefna hann á nafn,“ sagði Maradon í viðtali á argentínskri útvarpsstöð.

Skilnaður þeirra hjóna hefur ekki gegnið snurðulaust fyrir sig og eru töluverðar deilur.

„Ég vill vera viðstaddur næsta fund með lögfræðingunum og standa með dóttur minni alla leið. Ég vill svara Aguero ef hann byrjar að tjá sig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×