Fótbolti

Glæsimark Cahill eftir átta sekúndur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Cahill og félagar fagna markinu í gær.
Cahill og félagar fagna markinu í gær. Mynd/Heimasíða NYRB
Það tók Ástralann Tim Cahill aðeins átta sekúndur að skora fyrsta mark leiksins í viðureign New York Red Bulls og Houston Dynamo í MLS-deildinni í gær. Markið má sjá hér að neðan.

Gestirnir tóku miðju og sendu boltann fram á Cahill. Hann vann skallaeinvígi eins og svo oft áður, boltinn lenti vel fyrir hann og andartaki síðar lá hann í netinu.

Cahill fagnaði markinu venju samkvæmt með léttum hnefaleikatöktum úti við hornfána. Ástralinn bætti metið í deildinni um þrjár sekúndur.

Cahill hefur reynst New York Red Bulls vel á leiktíðinni. Ellefu mörk í 26 leikjum tala sínu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×