Fótbolti

Ferguson lætur ýmislegt flakka í nýrri bók

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Mynd/AFP
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United og einn sigursælasti stjóri knattspyrnusögunnar, gaf í dag út nýja ævisögu, My Autobiography, þar sem að karlinn lætur ýmislegt flakka.

Meðal þess sem Ferguson segir frá í bókinni er það að umboðsmaður Wayne Rooney hafi beðið forráðamenn Manchester United um að selja leikmanninn, að Ferguson hafi tvisvar verið boðið að taka við enska landsliðinu og að mönnum hafi létt í klefa Manchester United þegar Roy Keane yfirgaf félagið.

Ferguson var ekki hættur þar. Hann segir líka frá því að David Beckham hafi haldið að hann væri orðinn stærri karl en Sir Alex en í raun hafi Beckham aldrei verið toppleikmaður í hans huga.

Ferguson segir líka frá deilum sínum við Rafa Benitez þegar Spánverjinn var knattspyrnustjóri Liverpool. Sir Alex segir ekkert vit hafa verið í leikmannakaupum Benitez og að hann hafi breytt keppni erkifjendanna í persónulegar deilur.

Ferguson skýtur áfram á Liverpool og þá sérstaklega á Steven Gerrard sem hann telur aldrei hafa verið heimsklassaleikmann. Sir Alex segir að hann hafi haldið Gerrard vera kraftmikinn  leikmann þangað til að Gerrard lenti í þeim Paul Scholes og Roy Keane.

Sir Alex Ferguson segir Cristiano Ronaldo ennfremur vera hæfileikaríkasta leikmanninn sem hafi spilað undir hans stjórn og að hann hafi sagt við Ronaldo að fyrr myndi hann skjóta hann en selja hann til Real Madrid þegar fyrsta tilboðið kom frá Spáni.

Það er hægt að sjá yfirlit yfir helstu sprengjur Sir Alex Ferguson í bókinni á vefsíðu Daily Mail en fréttina má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×