Enski boltinn

Rooney bað Ferguson um að kaupa Özil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/NordicPhotos/Getty
Mesut Özil hefur spilað frábærlega með liði Arsenal síðan að hann kom til Englands fyrir tæpum tveimur mánuðum. Arsenal er á toppi deildarinnar og í flottum málum í Meistaradeildinni.

Sir Alex Ferguson skrifar um það í nýju ævisögu sinni "My Autobiography" að Özil hafi átt þátt í leiðindunum á milli Sir Alex og Wayne Rooney í október 2010. Í kjölfarið vildi Rooney fara frá Old Trafford og sakaði félagið um metnaðarleysi.

„Við áttum að kaupa Mesut Özil áður en Real Madrid keypti hann," skrifar Ferguson að Rooney hafi sagt við sig.

„Það kemur þér ekki við. Þitt starf snýst um að spila vel inn á vellinum en það er mitt starf að setja saman liðið," segir Sir Alex hafa svarað að bragði.

Real Madrid keypti Mesut Özil frá Werder Bremen fyrir um fimmtán milljónir evra í ágúst 2010.

Manchester United átti aftur möguleika á því að kaupa Özil í sumar en nýi stjórinn David Moyes valdi það að leita annað og þýski miðjumaðurinn endaði fyrir metupphæð hjá erkifjendunum í Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×