Enski boltinn

Tvö flottustu mörk tímabilsins í sömu umferðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur geta nálgast flott yfirlit yfir umferðina inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Það er meðal annars hægt að sjá hvaða fimm mörk þóttu vera fallegust í þessari umferð og það verður enginn svikinn af því að skoða þá markveislu því samkeppnin um efsta sætið hefur sjaldan verið harðari en einmitt í 8. umferðinni um helgina.

Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, og Pajtim Kasami, leikmaður Fulham, skoruðu þá tvö af fallegustu mörkum tímabilsins en það er óhætt að fullyrða það þrátt fyrir að enn séu eftir rúmir sex mánuðir af leiktíðinni.

Það er ekki auðvelt að bera saman magnað spil Arsenal-liðsins og heimsklassa afgreiðslu Kasami en þeir hjá ensku úrvalsdeildinni tókst samt að setja annað markið í fyrsta sætið.

Það er hægt að sjá fimm flottustu mörkin og hvort markið þótti flottara með því að smella hér fyrir ofan.



Hér fyrir neðan eru tenglar á öll þessi myndbönd þar sem áttunda umferð ensku úrvalsdeildarinnar er gerð upp á skemmtilegan hátt.



Fallegustu mörkin



Frétt helgarinnar



Besti leikmaður helgarinnar



Lið umferðarinnar



Flottustu markvörslurnar



Tilþrifamyndband helgarinnar



Atvik helgarinnar



Umferðin á fimm mínútum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×