Enski boltinn

Svarar Ferguson fullum hálsi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Roy Keane á hliðarlínunni.
Roy Keane á hliðarlínunni. Nordicphotos/Getty
Roy Keane er einn þeirra sem fær að heyra það í nýrri ævisögu Sir Alex Ferguson sem kynnt var til leiks í gær. Keane svarar fyrrverandi stjóra sínum fullum hálsi.

„Ég man eftir því þegar við áttum samtal um tryggð þegar ég var hjá United. Ég held að hann skilji ekki einu sinni hvað orðið þýði,“ sagði Írinn við ITV í gær.

„Að gagnrýna hvern leikmanninn á fætur öðrum sem átti stóran þátt í velgengninni. Ég mun þó ekki vera andvaka vegna þessa,“ sagði Keane sem yfirgaf United í fússi árið 2005 eftir tólf ár hjá félaginu.

Ferguson segir í bók sinni að stærsta vandamál Keane hafi verið orðaval hans. Það sé eins gróft og grimmt og hugsast geti.

„Hann getur breytt leikmanni fullum af sjálfstrausti í sjálfstraustlausan leikmann á nokkrum sekúndum með orðavali sínu,“ skrifar Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×