Enski boltinn

Mörkin tvö eiga eftir að efla sjálfstraustið

Stefán Árni Pálsson skrifar
José Mourinho
José Mourinho nordicphotos/ getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hrósar framherjanum Fernando Torres og varnarleik alls liðsins eftir frábæran 3-0 sigur á Schalke í Meistaradeild Evrópu í gær.

Fernando Torres gerði tvö fyrstu mörk Chelsea í leiknum og síðan innsiglaði Eden Hazard 3-0 sigur.

„Eftir fyrstu umferð vorum við í neðsta sæti riðilsins og í dag eru Chelsea á toppnum,“ sagði Mourinho eftir leikinn.

„Ég er mjög reynslumikill og var því ekki áhyggjufullur eftir fyrsta leik okkar í Meistaradeildinni, ég er heldur ekki himinlifandi með stöðu okkar núna, þetta er langt tímabili og margt getur gerst.“

„Mörkin frá Torres eiga eftir að efla sjálfstraust hans og einnig hafa góð áhrif á liðið í heild sinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×