Enski boltinn

Fyrrum leikmaður AC Milan til liðs við QPR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Oguchi Onyewu í leik með bandaríska landsliðinu.
Oguchi Onyewu í leik með bandaríska landsliðinu. nordicphotos/getty
Oguchi Onyewu er genginn til liðs við QPR en liðið leikur í ensku Championsship deildinni.

Varnarmaðurinn hefur verið án félags síðan í sumar þegar samningur hans við portúgalska félagið Sporting Lisabon rann út.

Onyewu, sem er 31 árs, hefur meðal annars leikið með Standard Liège,  Newcastle United, AC Milan, Twente, Sporting Lisabon og Málaga á sínum ferli og gæti þessi reynslumikli Bandaríkjamaður nýst vel í baráttunni um sætið í ensku úrvalsdeildinni.

Queens Park Rangers er í öðru sæti deildarinnar eins og staðan er núna og á liðið því góðan möguleika á því að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×