Enski boltinn

Holloway hættur með Crystal Palace

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ian Holloway
Ian Holloway nordicphotos/getty
Ian Holloway, knattspyrnustjóri Crystal Palace, er hættur eftir að hafa verið með liðið í minna en eitt ár en þetta kemur fram á vefsíðu Sky Sports.

Holloway stýrði Crystal Palace upp í efstu deild á síðasta tímabili en hann tók við liðinu í nóvember árið 2012.

Crystal Palace hefur tapað sjö leikjum á þessu tímabili og útlitið heldur dökkt fyrir liðið.

Blaðamannafundur hefur verið boðaður síðar í dag þar sem þetta verður formlega tilkynnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×