Skortur á nýrum vaxandi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. október 2013 20:11 „Ég verð klökkur þegar ég hugsa til þess að sumir séu reiðbúnir að fórna heilsu sinni fyrir aðra.“ Þetta segir einn af tuttugu nýrnasjúklingum hér á landi sem nú bíða eftir nýraígræðslu. Nýragjafi segir þetta vera stóra gjöf, en nauðsynlega. Í dag eru tuttugu íslendingar með nýrnabilun á lokastigi og bíða nú eftir gjafalíffæri. Þrátt fyrir að tíðni nýraígræðsla sé óvenjulega há hér á landi þá eru skortur á nýrum vaxandi. Sérstöku átaki Landspítalans og samstarfsaðila var ýtt úr vör í dag, með opnum vefsíðunnar nýraígræðsla. Þar má nálgast ítarlegar upplýsingar um nýragjafir ásamt viðtölum við bæði nýraþega og gjafa. „Þetta er ekki sjálfgert, það er ekki sjálfsagt að gera þetta. Þeir sem gefa nýra eru í okkar augum hetjur,“ segir Hildigunnur Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur. „Sextíu eða sjötíu prósent af þeim sem þurfa á nýrum að halda fá þau frá lifandi gjöfum og það er auðvitað frábært.“ Hannes Þórisson er einn af þessum tuttugu sem nú bíða eftir nýra. Hann hefur glímt við nýrnasjúkdóm frá fæðingu og fer þrisvar í viku í blóðskilun, fjórar klukkustundir í senn. „Þetta er pínulítið falið í samfélaginu,“ segir Hannes. „Það er helst að fólk þekki þetta ef það tengist einhverju með nýrnasjúkdóm. Maður verður hálf klökkur þegar maður hugsar um þá sem gefa nýra, að þau skuli fórna heilsu sinni fyrir aðra.“ Um þessar mundir er áratugur liðinn frá fyrstu nýraígræðslunni á Íslandi. Síðan þá hafa rúmlega sjötíu íslendingar gengist undir ígræðslu á Landspítalanum. Þorvaldur Örlygsson gaf dóttur sinni, Ísabellu, nýra þegar hún var þriggja ára gömul. Ísabella opnaði vefinn í dag. „Við horfum til baka hér mæðginin, við þurftum náttúrulega að lesa fram og til baka um þetta ferli. Núna er kominn íslenskur vefur þar sem við getum fengið allar upplýsingar og undirbúið sig fyrir aðgerð,“ segir Þorvaldur. „Þetta er mikil gjöf að gefa. Ég efast ekki um að ef einhver myndi gefa mér nýra þá yrði ég þakklátur.“ Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
„Ég verð klökkur þegar ég hugsa til þess að sumir séu reiðbúnir að fórna heilsu sinni fyrir aðra.“ Þetta segir einn af tuttugu nýrnasjúklingum hér á landi sem nú bíða eftir nýraígræðslu. Nýragjafi segir þetta vera stóra gjöf, en nauðsynlega. Í dag eru tuttugu íslendingar með nýrnabilun á lokastigi og bíða nú eftir gjafalíffæri. Þrátt fyrir að tíðni nýraígræðsla sé óvenjulega há hér á landi þá eru skortur á nýrum vaxandi. Sérstöku átaki Landspítalans og samstarfsaðila var ýtt úr vör í dag, með opnum vefsíðunnar nýraígræðsla. Þar má nálgast ítarlegar upplýsingar um nýragjafir ásamt viðtölum við bæði nýraþega og gjafa. „Þetta er ekki sjálfgert, það er ekki sjálfsagt að gera þetta. Þeir sem gefa nýra eru í okkar augum hetjur,“ segir Hildigunnur Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur. „Sextíu eða sjötíu prósent af þeim sem þurfa á nýrum að halda fá þau frá lifandi gjöfum og það er auðvitað frábært.“ Hannes Þórisson er einn af þessum tuttugu sem nú bíða eftir nýra. Hann hefur glímt við nýrnasjúkdóm frá fæðingu og fer þrisvar í viku í blóðskilun, fjórar klukkustundir í senn. „Þetta er pínulítið falið í samfélaginu,“ segir Hannes. „Það er helst að fólk þekki þetta ef það tengist einhverju með nýrnasjúkdóm. Maður verður hálf klökkur þegar maður hugsar um þá sem gefa nýra, að þau skuli fórna heilsu sinni fyrir aðra.“ Um þessar mundir er áratugur liðinn frá fyrstu nýraígræðslunni á Íslandi. Síðan þá hafa rúmlega sjötíu íslendingar gengist undir ígræðslu á Landspítalanum. Þorvaldur Örlygsson gaf dóttur sinni, Ísabellu, nýra þegar hún var þriggja ára gömul. Ísabella opnaði vefinn í dag. „Við horfum til baka hér mæðginin, við þurftum náttúrulega að lesa fram og til baka um þetta ferli. Núna er kominn íslenskur vefur þar sem við getum fengið allar upplýsingar og undirbúið sig fyrir aðgerð,“ segir Þorvaldur. „Þetta er mikil gjöf að gefa. Ég efast ekki um að ef einhver myndi gefa mér nýra þá yrði ég þakklátur.“
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira