Lesa í bein rostunga í leit að skýringum Svavar Hávarðsson skrifar 26. október 2013 07:00 Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, færði NÍ hauskúpuna að gjöf í gær. Örn Erlendsson, sem fann gripinn, er hér með Guðmundi og Hilmari J. Malmquist, forstöðumanni NÍ, þegar hún var afhent. mynd/pjetur Náttúruminjasafn Íslands efnir til sérstakrar rannsóknar til að varpa ljósi á endurtekna fundi rostungs- og hvalabeina í fjörunni í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Undirliggjandi er kenning um að frægir taflmenn, skornir úr rostungstönnum, eigi sér íslenskan uppruna. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafnsins, vísar til þess hversu sérstakt það er að þrjár hauskúpur rostunga fundust með skömmu millibili í fjörunni í landi Barðastaða í Staðarsveit. Um einstakan fund sé í raun að ræða, en Náttúruminjasafnið fékk í gær eina af hauskúpunum þremur að gjöf. Hilmar segir að gjöfin gefi innsýn í það sem kemur til greina á sýningu safnsins í framtíðinni. Í gagnagrunni eru upplýsingar um rúmlega 50 beinafundi rostunga, og er elsta sýnið frá 1884. „Það stendur til að fara í aldursgreiningu á stórum hluta þessara beina. Það mun bregða nýju ljósi á þessa fundi og komur þessara stóru og áhugaverðu dýra í gegnum aldirnar,“ segir Hilmar. Fréttablaðið sagði frá beinafundinum í mars, en það var Örn Erlendsson, forstjóri Triton, sem fann hausana þrjá og stakar rostungstennur í fjörunni við sumarhús sitt í apríl 2008. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Örn frá því að hann hefði sóst eftir því að gripirnir væru rannsakaðir sem ekki skilaði árangri á þeim tíma. „Þetta er mjög athyglisvert, þ.e. margir fundir af þessum toga á sama stað,“ segir Hilmar og bætir við að þetta vilji safnið láta kanna betur. „Því verður efnt til rannsóknar undir forystu Náttúruminjasafnsins með það fyrir augum að reyna að varpa ljósi á tilurð þessara sjávarspendýrabeina og forsögu. Aldur beinanna verður m.a. ákvarðaður með C-14 aldursgreiningu, jarðfræði fundarstaðarins rannsökuð, spáð í strandgrunn og hafstrauma og kafað í sögulegar heimildir.“ Ráðgert er að rannsóknarverkefnið verði að hluta til á könnu meistaranema við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands en auk HÍ koma að verkefninu Náttúrufræðistofnun Íslands og Fornleifafræðistofan.Umdeild kenning um íslenskan uppruna Á spýtunni hangir einnig kenning Guðmundar G. Þórarinssonar um að elstu taflmenn heims með nútímaútlit, Lewis-taflmennirnir, séu íslenskir að uppruna. Taflmennirnir fundust árið 1831 á skosku eyjunni Lewis. Þeir eru flestir skornir úr rostungstönn og taldir gerðir á árabilinu 1150 til 1200. Taflmennirnir eru taldir meðal merkustu forngripa í eigu Breska þjóðminjasafnsins. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Náttúruminjasafn Íslands efnir til sérstakrar rannsóknar til að varpa ljósi á endurtekna fundi rostungs- og hvalabeina í fjörunni í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Undirliggjandi er kenning um að frægir taflmenn, skornir úr rostungstönnum, eigi sér íslenskan uppruna. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafnsins, vísar til þess hversu sérstakt það er að þrjár hauskúpur rostunga fundust með skömmu millibili í fjörunni í landi Barðastaða í Staðarsveit. Um einstakan fund sé í raun að ræða, en Náttúruminjasafnið fékk í gær eina af hauskúpunum þremur að gjöf. Hilmar segir að gjöfin gefi innsýn í það sem kemur til greina á sýningu safnsins í framtíðinni. Í gagnagrunni eru upplýsingar um rúmlega 50 beinafundi rostunga, og er elsta sýnið frá 1884. „Það stendur til að fara í aldursgreiningu á stórum hluta þessara beina. Það mun bregða nýju ljósi á þessa fundi og komur þessara stóru og áhugaverðu dýra í gegnum aldirnar,“ segir Hilmar. Fréttablaðið sagði frá beinafundinum í mars, en það var Örn Erlendsson, forstjóri Triton, sem fann hausana þrjá og stakar rostungstennur í fjörunni við sumarhús sitt í apríl 2008. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Örn frá því að hann hefði sóst eftir því að gripirnir væru rannsakaðir sem ekki skilaði árangri á þeim tíma. „Þetta er mjög athyglisvert, þ.e. margir fundir af þessum toga á sama stað,“ segir Hilmar og bætir við að þetta vilji safnið láta kanna betur. „Því verður efnt til rannsóknar undir forystu Náttúruminjasafnsins með það fyrir augum að reyna að varpa ljósi á tilurð þessara sjávarspendýrabeina og forsögu. Aldur beinanna verður m.a. ákvarðaður með C-14 aldursgreiningu, jarðfræði fundarstaðarins rannsökuð, spáð í strandgrunn og hafstrauma og kafað í sögulegar heimildir.“ Ráðgert er að rannsóknarverkefnið verði að hluta til á könnu meistaranema við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands en auk HÍ koma að verkefninu Náttúrufræðistofnun Íslands og Fornleifafræðistofan.Umdeild kenning um íslenskan uppruna Á spýtunni hangir einnig kenning Guðmundar G. Þórarinssonar um að elstu taflmenn heims með nútímaútlit, Lewis-taflmennirnir, séu íslenskir að uppruna. Taflmennirnir fundust árið 1831 á skosku eyjunni Lewis. Þeir eru flestir skornir úr rostungstönn og taldir gerðir á árabilinu 1150 til 1200. Taflmennirnir eru taldir meðal merkustu forngripa í eigu Breska þjóðminjasafnsins.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira