Lesa í bein rostunga í leit að skýringum Svavar Hávarðsson skrifar 26. október 2013 07:00 Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, færði NÍ hauskúpuna að gjöf í gær. Örn Erlendsson, sem fann gripinn, er hér með Guðmundi og Hilmari J. Malmquist, forstöðumanni NÍ, þegar hún var afhent. mynd/pjetur Náttúruminjasafn Íslands efnir til sérstakrar rannsóknar til að varpa ljósi á endurtekna fundi rostungs- og hvalabeina í fjörunni í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Undirliggjandi er kenning um að frægir taflmenn, skornir úr rostungstönnum, eigi sér íslenskan uppruna. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafnsins, vísar til þess hversu sérstakt það er að þrjár hauskúpur rostunga fundust með skömmu millibili í fjörunni í landi Barðastaða í Staðarsveit. Um einstakan fund sé í raun að ræða, en Náttúruminjasafnið fékk í gær eina af hauskúpunum þremur að gjöf. Hilmar segir að gjöfin gefi innsýn í það sem kemur til greina á sýningu safnsins í framtíðinni. Í gagnagrunni eru upplýsingar um rúmlega 50 beinafundi rostunga, og er elsta sýnið frá 1884. „Það stendur til að fara í aldursgreiningu á stórum hluta þessara beina. Það mun bregða nýju ljósi á þessa fundi og komur þessara stóru og áhugaverðu dýra í gegnum aldirnar,“ segir Hilmar. Fréttablaðið sagði frá beinafundinum í mars, en það var Örn Erlendsson, forstjóri Triton, sem fann hausana þrjá og stakar rostungstennur í fjörunni við sumarhús sitt í apríl 2008. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Örn frá því að hann hefði sóst eftir því að gripirnir væru rannsakaðir sem ekki skilaði árangri á þeim tíma. „Þetta er mjög athyglisvert, þ.e. margir fundir af þessum toga á sama stað,“ segir Hilmar og bætir við að þetta vilji safnið láta kanna betur. „Því verður efnt til rannsóknar undir forystu Náttúruminjasafnsins með það fyrir augum að reyna að varpa ljósi á tilurð þessara sjávarspendýrabeina og forsögu. Aldur beinanna verður m.a. ákvarðaður með C-14 aldursgreiningu, jarðfræði fundarstaðarins rannsökuð, spáð í strandgrunn og hafstrauma og kafað í sögulegar heimildir.“ Ráðgert er að rannsóknarverkefnið verði að hluta til á könnu meistaranema við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands en auk HÍ koma að verkefninu Náttúrufræðistofnun Íslands og Fornleifafræðistofan.Umdeild kenning um íslenskan uppruna Á spýtunni hangir einnig kenning Guðmundar G. Þórarinssonar um að elstu taflmenn heims með nútímaútlit, Lewis-taflmennirnir, séu íslenskir að uppruna. Taflmennirnir fundust árið 1831 á skosku eyjunni Lewis. Þeir eru flestir skornir úr rostungstönn og taldir gerðir á árabilinu 1150 til 1200. Taflmennirnir eru taldir meðal merkustu forngripa í eigu Breska þjóðminjasafnsins. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Náttúruminjasafn Íslands efnir til sérstakrar rannsóknar til að varpa ljósi á endurtekna fundi rostungs- og hvalabeina í fjörunni í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Undirliggjandi er kenning um að frægir taflmenn, skornir úr rostungstönnum, eigi sér íslenskan uppruna. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafnsins, vísar til þess hversu sérstakt það er að þrjár hauskúpur rostunga fundust með skömmu millibili í fjörunni í landi Barðastaða í Staðarsveit. Um einstakan fund sé í raun að ræða, en Náttúruminjasafnið fékk í gær eina af hauskúpunum þremur að gjöf. Hilmar segir að gjöfin gefi innsýn í það sem kemur til greina á sýningu safnsins í framtíðinni. Í gagnagrunni eru upplýsingar um rúmlega 50 beinafundi rostunga, og er elsta sýnið frá 1884. „Það stendur til að fara í aldursgreiningu á stórum hluta þessara beina. Það mun bregða nýju ljósi á þessa fundi og komur þessara stóru og áhugaverðu dýra í gegnum aldirnar,“ segir Hilmar. Fréttablaðið sagði frá beinafundinum í mars, en það var Örn Erlendsson, forstjóri Triton, sem fann hausana þrjá og stakar rostungstennur í fjörunni við sumarhús sitt í apríl 2008. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Örn frá því að hann hefði sóst eftir því að gripirnir væru rannsakaðir sem ekki skilaði árangri á þeim tíma. „Þetta er mjög athyglisvert, þ.e. margir fundir af þessum toga á sama stað,“ segir Hilmar og bætir við að þetta vilji safnið láta kanna betur. „Því verður efnt til rannsóknar undir forystu Náttúruminjasafnsins með það fyrir augum að reyna að varpa ljósi á tilurð þessara sjávarspendýrabeina og forsögu. Aldur beinanna verður m.a. ákvarðaður með C-14 aldursgreiningu, jarðfræði fundarstaðarins rannsökuð, spáð í strandgrunn og hafstrauma og kafað í sögulegar heimildir.“ Ráðgert er að rannsóknarverkefnið verði að hluta til á könnu meistaranema við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands en auk HÍ koma að verkefninu Náttúrufræðistofnun Íslands og Fornleifafræðistofan.Umdeild kenning um íslenskan uppruna Á spýtunni hangir einnig kenning Guðmundar G. Þórarinssonar um að elstu taflmenn heims með nútímaútlit, Lewis-taflmennirnir, séu íslenskir að uppruna. Taflmennirnir fundust árið 1831 á skosku eyjunni Lewis. Þeir eru flestir skornir úr rostungstönn og taldir gerðir á árabilinu 1150 til 1200. Taflmennirnir eru taldir meðal merkustu forngripa í eigu Breska þjóðminjasafnsins.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira