Enski boltinn

Erfitt að ráða við Suarez og Sturridge

Sturridge fagnar glæsimarki sínu í dag.
Sturridge fagnar glæsimarki sínu í dag.
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur ekki undan að hrósa framherjapari sínu sem skorar í hverjum einasta leik þessa dagana.

Suarez skoraði þrjú í dag og Sturridge skoraði eitt gæðamark í 4-1 sigri á WBA.

"Það er gríðarlega erfitt að halda aftur af þeim. Þeir hafa mismunandi hæfileika og kunna báðir þá list að skora mörk," sagði Rodgers glaðbeittur.

"Mér fannst miðjumennirnir okkar vera frábærir í dag. Við erum alltaf að reyna að bæta okkar leik og förum ekkert fram úr sjálfum okkur."

Um næstu helgi mætast topplið deildarinnar er Arsenal og Liverpool mætast.

"Það ætti að verða frábær leikur," sagði Rodgers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×