Enski boltinn

Þrenna hjá Suarez

Suarez fagnar í dag.
Suarez fagnar í dag.
Liverpool er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 4-1 sigur á WBA. Luis Suarez skoraði fallegu þrennu og Daniel Sturridge skoraði gull af marki.

Liverpool byrjaði leikinn af krafti og Luis Suarez kom þeim yfir með frábæru einstaklingsframtaki. Klobbaði leikmann WBA, komst í gegn og skoraði með góðu skoti.

Suarez var í miklu stuði því skömmu síðar skoraði hann aftur. Að þessu sinni með glæsilegum skalla af löngu færi. Honum héldu hreinlega engin bönd. Hans sjötta mark í síðustu sex leikjum á Anfield.

Úrúgvæinn var ekki hættur því hann fullkomnaði þrennuna snemma í seinni hálfleik. Þá stangaði hann aukaspyrnu Gerrard í markið. Fyrsta þrenna Suarez á Anfield staðreynd.

James Morrison minnkaði muninn úr vítaspyrnu 25 mínútum fyrir leikslok en það dugði skammt því Daniel Sturridge skoraði fjórða mark Liverpool. Vippa fyrir utan teig sem söng í netinu. Snilldarmark.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×