Fótbolti

Magnað mark hjá Henry með Red Bulls

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frakkinn Thierry Henry, leikmaður New York Red Bulls, minnti á sig í gær er hann skoraði stórglæsilegt mark gegn Chicago Fire í MLS-deildinni.

Henry þrumaði boltanum í samskeytin rétt fyrir utan vítateig og hefur greinilega engu gleymt.

Henry lék meðal annars með Juventus, Arsenal og Barcelona á sínum ferli.

Leiknum lauk með 5-2 sigri Red Bulls en markið má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×