Íslenski boltinn

Indriði Áki framlengir við Val

Stefán Árni Pálsson skrifar
Indriði Áki Þorláksson í leik með Val.
Indriði Áki Þorláksson í leik með Val.
Indriði Áki Þorláksson, leikmaður Vals, hefur framlengt samning sinn við félagið út tímabilið 2016. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Framherjinn er 18 ára gamall en hefur leikið 19 meistaraflokksleiki með Val og skorað í þeim sjö mörk.

Indriði var kjörinn efnilegasti leikmaður Vals á lokahófi félagins og átti fínasta tímabil fyrir Valsmenn í Pepsi-deildinni í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×