Lífið

Heilsumáltíðir og sveittir strigaskór

Þorsteinn Kári Jónsson skrifar
Edda Pétursdóttir
Edda Pétursdóttir Silja Magg
Nú er meistaramánuðurinn kominn á góða siglingu og hafa þáttakendur verið alveg einstaklega duglegir að hvetja fólkið í kringum sig til dugnaðar með einum eða öðrum hætti.

Sérstaklega margir hafa verið duglegir við að merkja instagram myndirnar sínar með kassmerki Meistaramánaðarins #meistaram.

Nú eru instagram myndirnar orðnar hátt í fjögur þúsund talsins og ekkert lát virðist vera á stöðugu streyminu af hvetjandi efni.

Gaman er bæði fyrir þá sem taka þátt og þá sem fylgjast spenntir á hliðarlínunni að renna yfir myndaflóðið enda eru ljósmyndararnir afskaplega duglegir að birta myndir af afrekum sínum, sama hvort þau eru að vakna snemma, elda hollan mat eða stunda listsköpun.

Langsamlega flestar myndirnar eru af girnilegum heilsumáltíðum, strigaskóm og dugmiklu líkamsræktarfólki en inni á milli eru líka margar góðar myndir af dugnaðarforkum uppi á fjallstindum og hjólreiðagörpum á svímandi siglingu.

Fyrir alla þá sem vilja renna í gegnum myndaflóðið er um að gera að leita að kassmerki Meistaramánaðarins; #meistaram á vinsælum Instagram síðum eins og Statigr.am eða web.stagram.com.

Að sjálfsögðu hvetjum við líka alla til þess að vera duglegir að hvetja aðra meistara áfram með því að merkja meistaralegar instagram myndir með kassmerkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×