Innlent

Karlmaður féll í Reykjavíkurhöfn

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Við Reykjavíkurhöfn.
Við Reykjavíkurhöfn.
Karlmaður féll í Reykjavíkurhöfn um tvöleytið í nótt. Atvikið átti sér stað við sjómannaheimilið Víkina í Grandagarði. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi björgunarkafara á staðinn og hafði töluverðan viðbúnað.

Sjúkrabifreið var fyrir tilviljun í nágreninu, en þegar hún kom á staðinn höfðu nærstaddir þegar hjálpað manninum á þurrt. Hann var kaldur en að öðru leiti óslasaður. Hlúð var að honum og hann fluttur á slysadeild til skoðunar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×