Innlent

Vinafélag Vestur-Sahara stofnað

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Vestur-Sahara.
Vestur-Sahara. mynd/getty
Stofnfundur vinafélags Vestur-Sahara verður haldinn í dag klukkan 17 á Litlubrekku, í portinu á bak við Lækjarbrekku.

„Vestur-Sahara hefur verið kölluð síðasta nýlenda Afríku,“ segir Þórir Hrafn Gunnarsson, lögfræðingur og einn stofnenda félagsins. „Landið hefur verið hernumið af Marakkó frá árinu 1975 eftir að Spánverjar yfirgáfu þessa fyrrum nýlendu sína.“

Þórir segir tæplega helming landsmanna Vestur-Sahara búa núna í flóttamannabúðum í Alsír. Alþjóðasamfélagið, þar á meðal Alþjóðadómstóllinn í Haag og Sameinuðu þjóðirnar, hefi aldrei viðurkennt innlimun Marokkó á Vestur-Sahara.

„Þess hefur verið ítrekað verið krafist að sjálfsákvörðunarréttar íbúa Vestur-Sahara verði virtur og íbúum, þar með talið flóttamönnum, verði sjálfum leyft að skera úr um framtíð sína. Við sem stöndum að þessum stofnfund teljum eðlilegt að staða þessarar þjóðar væri Íslendingum sérstaklega hugleikin, enda býr þjóðin við aðstæður sem hljóma kunnulega. Þetta er fámenn þjóð við atlantshafið sem býr í stjálbýlu landi sem byggir afkomu sínu að miklu leyti á fiskveiðum."

Á fundinn mæta tveir erlendir gestir, þeir Erik Hagen sem er fulltrúi systursamtaka vinafélagsins í Noregi og Jeffrey J. Smith þjóðréttarfræðingur, sem ritað hefur um málefni Vestur-Sahara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×