Innlent

Rúm 70 prósent andvíg því að trúfélög fái ókeypis lóðir

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Trúfélög fá í dag ókeypis lóðir frá sveitarfélögum landsins undir trúarbyggingar sínar.
Trúfélög fá í dag ókeypis lóðir frá sveitarfélögum landsins undir trúarbyggingar sínar. fréttablaðið/vilhelm
Hlutfall þeirra sem eru á móti því að sveitarfélögin úthluti ókeypis lóðum til trúfélaga er hæst á meðal þeirra sem segjast styðja Sjálfstæðisflokkinn en lægst meðal stuðningsmanna  Vinstri grænna. 

Af þeim sem tóku afstöðu sagðist rúmlega helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vera mjög andvígur því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja á borið saman við þriðjung stuðningsmanna Vinstri grænna.  

Í hópi fylgjenda eru flestir í Samfylkingunni,  Vinstri grænum og Bjartri framtíð en lægst hjá þeim sem styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Samkvæmt könnuninni er almenningur á móti því að úthluta ókeypis lóðum til trúfélaga.
Tæplega  17 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar sögðust  mjög eða frekar fylgjandi því að úthluta ókeypis lóðum til trúfélaga borið saman við tæp 16 prósent meðal  Vinstri grænna,  hlutfallið var tveimur prósentum lægra  meðal stuðningsmanna Bjartar framtíðar en  rúm fimm prósent  sjálfstæðismanna sögðust fylgjandi.

Í könnun MMR var spurt: Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja  trúarbyggingar hjá sveitarfélögum?

Í úrtakinu voru 968 manns sem voru valdir af handahófi úr hópi álitsgjafa MMR.   Tæp 95 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.  Könnunin var gerð á tímabilinu 26. september til  1. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×