Enski boltinn

Wenger mun eyða í leikmenn í framtíðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. nordicphotos / getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, mun eyða meiri peningum í leikmenn á næstu misserum til að styrkja leikmannahópinn.

Stjórinn keypti Mesut Özil í sumar á 42,5 milljónir punda frá Real Madrid og varð hann dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Özil hefur slegið í gegn hjá enska liðinu á tímabilinu en Arsneal hefur farið frábærlega af stað í ensku úrvaldeildinni.

„Vissulega þarf maður að sýna ákveðna ábyrgð þegar um svona stóra upphæð er að ræða og hugsa vel um slíka fjárfestingu,“ sagði Wenger í viðtali við vefsíðu Arsenal.

„Félagið er núna orðið fjárhagslega sjálfstætt og því var vel hægt að verja kaupin. Ég vill meira en allir fá heimsklassaleikmenn til félagsins og þarf líklega að eyða töluverðum fjármunum í þá. Ef það er það sem þarf í framtíðinni munum við gera það.“

Arsenal mætir Norwich í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×