Enski boltinn

Rooney ætlar að hætta að nota ennisbandið

Rooney með bandið góða.
Rooney með bandið góða.
Wayne Rooney fékk slæman skurð á ennið í lok ágúst og hefur allar götur síðan spilað með ennisband sem hefur vakið mikla athygli.

Rooney skoraði með skalla í leiknum gegn Póllandi í gær og það án bandsins. Það hafði dottið af skömmu áður.

"Bandið datt af rétt áður og ég hafði engan tíma til þess að ná í það. Það hjálpaði mér líklega því ég gat stýrt skallanum betur án bandsins," sagði Rooney eftir leik.

Athygli vekur hversu lengi hann hefur notað bandið en líklega sást það í síðasta skipti í leiknum í gær.

"Þetta var minn fyrsti skalli án ennisbandsins og vonandi þarf ég ekki að nota það aftur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×