Enski boltinn

Januzaj ætlar að verða besti leikmaður heims

Stuðningsmenn Man. Utd eru skíthræddir um að missa undrabarnið Adnan Januzaj frá félaginu. Þessi 18 ára strákur verður samningslaus næsta sumar.

Erfiðlega hefur gengið að ganga frá nýjum samningi. Frammistaða hans gegn Sunderland um daginn hefur gert það að verkum að forráðamenn United reyna nú að drífa í því að klára nýjan samning.

Strákurinn hefur nú gefið út að hann vilji helst af öllu semja aftur við félagið.

"Ég er mjög ánægður hjá Man. Utd og vil gefa félaginu allt sem ég á. Ég vil hjálpa félaginu að vinna sem flesta titla og sjálfur stefni ég á að verða besti leikmaður heims," sagði Januzaj við KTV í Kosovo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×