Enski boltinn

Arsenal á toppinn eftir sigur á Norwich

Arsenal heldur áfram að spila frábærlega í ensku úrvalsdeildinni og leikmenn liðsins höfðu engu gleymt eftir landsleikja hlé.

Arsenal vann öruggan sigur á Norwich, 4-1, á Emirates-vellinum í dag.

Jack Wilshere skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega korters leik þegar liðið spilaði sig meistaralega í gegnum vörn Norwich. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Þjóðverjinn  Mesut Özil kom síðan Arsenal í 2-0 þegar hálftími var eftir af leiknum en Jonathan Howson minnkaði muninn stuttu síðar fyrir Norwich.

Aaron Ramsey heldur áfram að skora og gerði þriðja mark heimamanna sjö mínútum fyrir leikslok og það var síðan Mesut Özil sem var aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar og skoraði sitt annað mark í leiknum.

Niðurstaðan 4-1 sigur Arsenal sem er í efsta sæti deildarinnar með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×