Innlent

Skýrist í dag hvort Gálgahraunsdeilan fari fyrir EFTA

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Hraunavinir.
Hraunavinir. mynd/GVA
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hraunavina gegn Vegagerðinni verður kveðinn upp í dag.

Málið snýst um kröfu fjögurra umhverfisverndarsamtaka, um að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um hvort samtökin hafa lögvarða hagsmuni í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun. Umhverfisverndarsamtökin eru ásamt Hraunavinum, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands.

Samtökin Hraunavinir hafa verið í umræðunni undanfarið eftir að hópur á þeirra vegum kom í veg fyrir áframhaldandi framkvæmdir við nýjan veg í Gálgahrauni. Hópurinn stillti sér upp við vinnuvélar á svæðinu í september til að stöðva framkvæmdirnar. Áður hafði sýslumaðurinn í Reykjavík hafnað beiðni samtakanna um lögbann vegna framkvæmdanna vegna óvissu um lögvarða hagsmuni þeirra í málinu. Niðurstaða sýslumanns var kærð til héraðsdóms í kjölfarið. Dómurinn mun kveða upp úrskurð sinn vegna kröfunnar um álitið í dag kl. 13:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×