Fótbolti

Stjörnustrákur tekur þátt í ,,Dancing With The Stars"

Stefán Árni Pálsson skrifar
Claudia Rex og Mads Laudrup
Claudia Rex og Mads Laudrup mynd / isak hoffmeyer/tv2
Knattspyrnumaðurinn Mads Laudrup tekur nú þátt í dönsku útgáfunni af raunveruleikaþættinum Dancing With The Stars.

Þátturinn ber nafnið Vild med dans og verður á dagskrá TV2 á næstunni.

Laudrup lék með Stjörnunni á síðasta tímabili og er hann sonur dönsku knattspyrnugoðsagnarinnar Michael Laudrup.

Laudrup leikur í dag með FC Elsinore en hann mun dansa með sigurvegaranum frá því í síðustu seríu Claudia Rex.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hún hefur knattspyrnumann sem liðsfélaga en árið 2010 var félagi hennar Patrik Wozniacki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×