Fótbolti

Steinþór orðaður við Viking | Fjórði Íslendingurinn á leiðinni ?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steinþór Freyr Þorsteinsson gæti verið á leiðinni til norska úrvalsdeildarfélagsins Viking en þetta kemur fram á vef norska blaðsins Aftenbladet.

Steinþór leikur í dag með Sandnes Ulf en samningur hans við félagið rennur út í næstu mánuði.

Forráðamenn Sandnes Ulf hafa boðið leikmanninum nýjan samning en Íslendingurinn hefur ekki samþykkt boðið. Viking mun hafa mikinn áhuga á því að klófesta leikmanninn.

„Ég hef heyrt af áhuga frá Viking en ekkert rætt við þá,“ sagði Steinþór í samtali við Aftonbladet.

Fyrir eru þrír Íslendingar hjá félaginu en fyrirliði liðsins er Indriði Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson og í sumar gekk Björn Daníel Sverrisson frá samningi við norska félagið.

Fjórði Íslendingurinn gæti því verið á leiðinni til liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×