Fótbolti

Þjálfari Elfsborg rekinn | Góðar fréttir fyrir Skúla?

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd / samsett
Forráðamenn sænska knattspyrnuliðsins Elfsborg hafa rekið þjálfara liðsins en Skúli Jón Friðgeirsson er á mála hjá liðinu.

Jörgen Lennartsson hefur nú verið vikið úr starfi og mun Klas Ingesson taka við af honum út leiktíðina í það minnsta.

Skúli hefur lítið sem ekkert fengið að spila að undanförnu og verið frystur af þjálfaranum. Það er spurning hvort nýr þjálfari gefi varnarmanninum fleiri tækifæri.

Elfsborg gerði 1-1 jafntefli við Helsinborg á heimavelli um helgina og er liðið í sjötta sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu. Liðið varð sænskur meistari á síðustu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×