Fótbolti

Sölvi fékk loksins tækifæri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sölvi Geir er annar íslenski knattspyrnumaðurinn til þess að spila sem atvinnumaður í Rússlandi. Þar spilaði einnig Hannes Þ. Sigurðsso um tíma.
Sölvi Geir er annar íslenski knattspyrnumaðurinn til þess að spila sem atvinnumaður í Rússlandi. Þar spilaði einnig Hannes Þ. Sigurðsso um tíma. Mynd/Aðsend
Sölvi Geir Ottesen var í fyrsta skipti í byrjunarliði FC Ural er liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sölvi hafði þrívegis verið á varamannabekk liðsins en ekki komið við sögu fyrr en í dag. Ural hefur gengið illa á leiktíðinni og jákvætt að liðinu hafi tekist að sækja stig á erfiðan útivöll í dag.

Rostov situr í 8. sæti deildarinnar með fimmtán stig en Ural er í 14. sæti í sextán liða deildinni með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×