Sport

Maður framdi sjálfsmorð á hafnaboltaleik

Frá Turner Field, heimavelli Atlanta Braves.
Frá Turner Field, heimavelli Atlanta Braves.
Lögreglan í Atlanta hefur úrskurðað að maður sem lést á hafnaboltaleik í borginni í síðasta mánuði hafi ekki látist af slysförum heldur hafi hann framið sjálfsmorð.

Hinn þrítugi Ronald Lee Homer féll niður af fjórðu hæð á Turner Field-vellinum og á bílastæði leikmanna. Atvikið átti sér stað á leik Atlanta Braves og Philadelphia Phillies.

Eftir að hafa rætt rannsakað slysið og rætt við fjölskyldu hins látna segist lögreglan vera sannfærð um að þetta hafi verið sjálfsmorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×