Verk Kjarval til sýnis í St. Pétursborg Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. september 2013 14:53 Albert Jónssyni sendiherra Íslands í Moskvu, Ólafur Ragnar Grímsson og HafþóriYngvason safnstjóra Listasafns Reykjavíkur við opnun sýningarinnar í St. Pétursborg í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði í dag yfirlitssýningu á verkum Kjarvals á Þjóðarsafninu í St. Pétursborg. Um er að ræða eitt helsta safn Rússlands sem hefur yfir að ráða tveimur glæsilegum sýningarsölum. Kjarvalssýningin er haldin í Marmarahöllinni í Þjóðarsafninu. Listasafn Reykjavíkur hefur unnið náið með Þjóðarsafninu í St. Pétursborg að undirbúningi sýningarinnar. Tilefni sýningarinnar er að í ár eru liðin 70 ár frá því að formlegt stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Rússlands (þá Sovétríkjanna). Sýningin samanstendur af lykilverkum Kjarvals, yfir 40 málverkum og teikningum, mestmegnis úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Kristín Guðnadóttir listfræðingur. Dr. Evgenia Petrova, aðstoðarstjórnandi fræðilegra rannsókna sér um skipulag sýningarinnar fyrir hönd Þjóðarsafnsins. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri menningar-og ferðamálasviðs flutti ávarp á opnunni. Sönkonan Diddú og Jónas Ingimundarsson píanóleikari fluttu tónlist. Á sýningunni verða verk sem sýna túlkun Kjarvals á hraunbreiðum og fjallalandslagi Íslands. Einnig má sjá verk þar sem hann tvinnar saman landslagi og vætti í dularfulla og margræða heild. Teikningin var undirstaða listsköpunar Kjarvals og á sýningunni eru, auk fjölda olíumálverka, teikningar sem auka skilning á tjáningarríkri og frumlegri nálgun hans. Á sama tíma og Kjarvalssýningin stendur yfir í St. Pétursborg verður haldin sýning á verkum eins helsta listamanns Rússlands, Alexander Rodchenko, á Kjarvalsstöðum, en sú sýning opnar þann 5. október. Rodchenko lagði í raun grunninn að rússneskri nútímalist og var fremsti ljósmyndari og grafískur hönnuður Rússlands. Hann fæddist í St. Pétursborg árið 1891 og er því samtímamaður Kjarvals, sem fæddist 1885. Hann var málari að mennt en sneri sér alfarið að ljósmyndun árið 1925. Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði í dag yfirlitssýningu á verkum Kjarvals á Þjóðarsafninu í St. Pétursborg. Um er að ræða eitt helsta safn Rússlands sem hefur yfir að ráða tveimur glæsilegum sýningarsölum. Kjarvalssýningin er haldin í Marmarahöllinni í Þjóðarsafninu. Listasafn Reykjavíkur hefur unnið náið með Þjóðarsafninu í St. Pétursborg að undirbúningi sýningarinnar. Tilefni sýningarinnar er að í ár eru liðin 70 ár frá því að formlegt stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Rússlands (þá Sovétríkjanna). Sýningin samanstendur af lykilverkum Kjarvals, yfir 40 málverkum og teikningum, mestmegnis úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Kristín Guðnadóttir listfræðingur. Dr. Evgenia Petrova, aðstoðarstjórnandi fræðilegra rannsókna sér um skipulag sýningarinnar fyrir hönd Þjóðarsafnsins. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri menningar-og ferðamálasviðs flutti ávarp á opnunni. Sönkonan Diddú og Jónas Ingimundarsson píanóleikari fluttu tónlist. Á sýningunni verða verk sem sýna túlkun Kjarvals á hraunbreiðum og fjallalandslagi Íslands. Einnig má sjá verk þar sem hann tvinnar saman landslagi og vætti í dularfulla og margræða heild. Teikningin var undirstaða listsköpunar Kjarvals og á sýningunni eru, auk fjölda olíumálverka, teikningar sem auka skilning á tjáningarríkri og frumlegri nálgun hans. Á sama tíma og Kjarvalssýningin stendur yfir í St. Pétursborg verður haldin sýning á verkum eins helsta listamanns Rússlands, Alexander Rodchenko, á Kjarvalsstöðum, en sú sýning opnar þann 5. október. Rodchenko lagði í raun grunninn að rússneskri nútímalist og var fremsti ljósmyndari og grafískur hönnuður Rússlands. Hann fæddist í St. Pétursborg árið 1891 og er því samtímamaður Kjarvals, sem fæddist 1885. Hann var málari að mennt en sneri sér alfarið að ljósmyndun árið 1925.
Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira