Sport

"Hefði hvort sem er ekki sofið hjá ljótu mömmu hans“

Terry Bradshaw.
Terry Bradshaw.
Fótboltasérfræðingurinn Terry Bradshaw komst í klandur á föstudagsdagskvöldið þegar hann áttaði sig ekki á því að kveikt væri á hljóðnema hans.

Bradshaw er einn af frægustu spekingunum þegar kemur að NFL-deildinni vestanhafs. Hann er frægur fyrir að láta ýmislegt flakka þótt fullyrða megi að það sem fór á milli hans og félaga hans, Jimmy Johnson, hafi verið utan marka.

„Ég hefði hvort sem er ekki sængað hjá ljótu mömmu hans. Fjandinn hafi það. Stolt mitt er meira en það,“ heyrðist Bradshaw segja við Johnson. Óhætt er að segja að orðaval Bradshaw á móðurmáli sínu hafi verið grófara en íslenska þýðingin hér að framan.

Hvorki Bradshaw né Johnson hafa tjáð sig um atvikið en Fox Sports hefur beðið sjónvarpsáhorfendur og Bradshaw afsökunar á því að kveikt hafi verið of snemma á hljóðnemanum.

Nánar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×