Sport

Myrtur af táningum sem leiddist

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Hafnaboltaleikmaður í Oklahoma var myrtur í gær af þrem unglingum. Þeim leiddist og ákváðu því að myrða mann.

Hinn myrti heitir Christopher Lane og var 22 ára gamall Ástrali. Hann spilaði hafnabolta með Oklahoma-háskólanum. Drengirnir sem myrtu hann eru 15, 16 og 17 ára gamlir.

Þeir hafa viðurkennt morðið og 17 ára drengurinn hefur gefið skýringar á athæfinu.

"Þeir sáu Christopher fara fram hjá þeim og ákváðu að hann væri skotmarkið. Drengurinn sagði að þeim hefði leiðst. Þeir höfðu ekkert að gera og ákváðu því að myrða einhvern," sagði talsmaður lögreglunnar.

Málið hefur vakið mikla athygli ytra en morðið tilefnislaust með öllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×