Innlent

Vilja hefja framkvæmdir við Helguvík í haust

Forstjóri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, vonast til þess að hægt verði að hefja framkvæmdir við álverið í Helguvík í haust. Hann segist finna fyrir miklum velvilja frá íslenskum stjórnvöldum en hann fundaði með iðnaðarráðherra í morgun.

Framkvæmdir við álver Norðuráls í Helguvík hafa legið niðri um nokkurt skeið meðal annars þar sem ekki hafa náðst samningar um orkukaup.

Ríkisstjórnin hefur þó lýst yfir miklum áhuga á að koma verkinu aftur af stað. Mike Bless, forstjóri Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, er staddur hér á landi og fundaði hann með Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra í morgun.

Mike segir að samningaviðræður um orkukaup hafi gengið ágætlega og hann er bjartsýnn á að hægt verði að ná samkomulagi. Hann vonast til þess að hægt verði að hefja framkvæmdir eftir tvo til þrjá mánuði. Álframleiðsla gæti þá hafist eftir tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×