"Það er ekkert meira sem hann getur gert mér“ Kristján Hjálmarsson skrifar 29. ágúst 2013 10:05 Guðný Rós er í viðtali við Nýtt líf sem kom út í dag. „Ég er orðin ótrúlega sterk kona í dag og mig langar til að geta lagt þetta að baki mér. Það er ekkert meira sem hann getur gert mér. Hann getur ekki breytt minni upplifun á því sem gerðist,“ segir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir, sem kærði Egil Einarsson og Guðríði Jónsdóttur unnustu hans fyrir nauðgun fyrir tveimur árum, í viðtali við Nýtt líf sem kom út í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðný Rós stígur fram og segir frá sinni upplifun á málinu. „Þó svo að þau hafi ekki verið ákærð, er það mín upplifun að þau hafi nauðgað mér. Það er enginn vafi á því í mínum huga og ég þarf að skila skömminni þangað sem hún á heima.“ Málið, sem fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun á sínum tíma, var rannsakað hjá lögreglunni og svo sent ríkissaksóknara sem fyrirskipaði ítarlegri rannsókn. Að endingu felldi saksóknari málið niður. Egill kærði Guðnýju Rós í kjölfarið fyrir rangar sakargiftir en ríkissaksóknari felldi málið niður. Guðný Rós var stödd í Afríku á þessum tíma. „Ég stóð í stiga þegar var hringt í mig frá Íslandi og mér sagt frá þessu. Ég trúði þessu ekki. Ég öskraði og öskraði og velti því fyrir mér hvort ég hefði virkilega staðið í þessu öllu til einskins. Mér fannst eins og ég hefði verið sigruð í annað sinn,“ segir Guðný Rós í viðtalinu. Í viðtalinu við Nýtt líf, sem Þóra Tómasdóttir ritstjóri blaðsins tekur, segir Guðný Rós frá því hvernig hún kynntist Agli þegar hún og vinkona hennar sóttu um í fjarþjálfun hjá honum. Nokkru seinna hafi hún og vinkona hennar farið í fyrsta sinn út að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Guðríði og þær tekið spjall saman. Guðríður hafi kysst hana og síðan boðið henni í eftirpartý. Hún hafi farið með Agli og Guðríði í leigubíl og endað heima hjá þeim. Þar hafi eitt tekið við af öðru og þegar þau hafi klætt sig úr fötunum hafi hún áttað sig á hvert stefndi. „Mér leið eins og ég væri búin að missa allt vald. Þau voru tvö og ég var ein og ég var búin að reyna að fá hana ofan af þessu. Og svo byrjaði þetta. Ég var leidd inn, hún fór með mig inn á bað og flissaði eitthvað. Hún klæddi sig úr fötunum og síðan upplifði ég að mér hafi bara verið stjórnað,“ segir Guðný Rós í viðtalinu við Nýtt líf. „Þegar atburðurinn sjálfur byrjaði fór ég að gráta. Líkaminn var löngu búinn að slökkva á sér og ég gerði allt sem mér var sagt.“ Í viðtalinu lýsir Guðný Rós mjög ítarlega hennar upplifun af málinu og hvernig henni hafi liðið þegar hún kvaddi Egil og Guðríði. Í kjölfarið hafi hún farið á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana. Guðný Rós segir í viðtalinu að það sé nánast óbærilegt að aðeins önnur hlið málsins hafi komið fram og að það „hafi margfaldað sársauka hennar að lesa rangfærslur um það sem gerðist.“ Fjölmiðlaumræðan hafi hingað til meitt hana, gert hana óörugga og hrædda. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
„Ég er orðin ótrúlega sterk kona í dag og mig langar til að geta lagt þetta að baki mér. Það er ekkert meira sem hann getur gert mér. Hann getur ekki breytt minni upplifun á því sem gerðist,“ segir Guðný Rós Vilhjálmsdóttir, sem kærði Egil Einarsson og Guðríði Jónsdóttur unnustu hans fyrir nauðgun fyrir tveimur árum, í viðtali við Nýtt líf sem kom út í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðný Rós stígur fram og segir frá sinni upplifun á málinu. „Þó svo að þau hafi ekki verið ákærð, er það mín upplifun að þau hafi nauðgað mér. Það er enginn vafi á því í mínum huga og ég þarf að skila skömminni þangað sem hún á heima.“ Málið, sem fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun á sínum tíma, var rannsakað hjá lögreglunni og svo sent ríkissaksóknara sem fyrirskipaði ítarlegri rannsókn. Að endingu felldi saksóknari málið niður. Egill kærði Guðnýju Rós í kjölfarið fyrir rangar sakargiftir en ríkissaksóknari felldi málið niður. Guðný Rós var stödd í Afríku á þessum tíma. „Ég stóð í stiga þegar var hringt í mig frá Íslandi og mér sagt frá þessu. Ég trúði þessu ekki. Ég öskraði og öskraði og velti því fyrir mér hvort ég hefði virkilega staðið í þessu öllu til einskins. Mér fannst eins og ég hefði verið sigruð í annað sinn,“ segir Guðný Rós í viðtalinu. Í viðtalinu við Nýtt líf, sem Þóra Tómasdóttir ritstjóri blaðsins tekur, segir Guðný Rós frá því hvernig hún kynntist Agli þegar hún og vinkona hennar sóttu um í fjarþjálfun hjá honum. Nokkru seinna hafi hún og vinkona hennar farið í fyrsta sinn út að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafi hún hitt Guðríði og þær tekið spjall saman. Guðríður hafi kysst hana og síðan boðið henni í eftirpartý. Hún hafi farið með Agli og Guðríði í leigubíl og endað heima hjá þeim. Þar hafi eitt tekið við af öðru og þegar þau hafi klætt sig úr fötunum hafi hún áttað sig á hvert stefndi. „Mér leið eins og ég væri búin að missa allt vald. Þau voru tvö og ég var ein og ég var búin að reyna að fá hana ofan af þessu. Og svo byrjaði þetta. Ég var leidd inn, hún fór með mig inn á bað og flissaði eitthvað. Hún klæddi sig úr fötunum og síðan upplifði ég að mér hafi bara verið stjórnað,“ segir Guðný Rós í viðtalinu við Nýtt líf. „Þegar atburðurinn sjálfur byrjaði fór ég að gráta. Líkaminn var löngu búinn að slökkva á sér og ég gerði allt sem mér var sagt.“ Í viðtalinu lýsir Guðný Rós mjög ítarlega hennar upplifun af málinu og hvernig henni hafi liðið þegar hún kvaddi Egil og Guðríði. Í kjölfarið hafi hún farið á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana. Guðný Rós segir í viðtalinu að það sé nánast óbærilegt að aðeins önnur hlið málsins hafi komið fram og að það „hafi margfaldað sársauka hennar að lesa rangfærslur um það sem gerðist.“ Fjölmiðlaumræðan hafi hingað til meitt hana, gert hana óörugga og hrædda.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira