Flytur lag Bonnie Tyler sem 19 þekktar söngdívur Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. ágúst 2013 19:21 Hin ótrúlega Christina Bianco, eftirherma og grínisti, hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum undanfarna daga þar sem henni tekst að syngja lag Bonnie Tyler "Total Eclipse of the Heart" í líki nítján mismunandi söngkvenna. Nú þegar hafa nærri 2 milljónir manna horft á myndbandið á Youtube. Christina flutti lagið síðastliðna helgi á staðnum 54 í New York. Hún hefur flutninginn á hinni bresku Adele en auk hennar stíga á svið Alanis Morrissette, Kristin Chenoweth, Celine Dion og 15 fleiri söngdívur túlkaðar af Bianco. Lagið ættu allir að þekkja enda hefur það verið spilað ótal sinnum síðan það kom út árið 1983. Það er þekktasta lag söngkonunnar Bonnie Tyler og komst til að mynda á toppinn í Bandaríkjunum, Suður-Afríku, Ástralíu og Bretlandi. Söngkonan Kelly Clarkson, hljómsveitin Metallica og One Direction hafa öll flutt lagið í nýrri útgáfu en enginn hefur áður sungið lagið, sem er rúmar 6 mínútur, og hermt í leiðinni eftir þekktustu söngkonum heims. Fagnaðarlætin leyna sér ekki á myndbandinu en hvernig henni tekst upp, um það verða lesendur að dæma en flutninginn má sjá hér að ofan. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hin ótrúlega Christina Bianco, eftirherma og grínisti, hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum undanfarna daga þar sem henni tekst að syngja lag Bonnie Tyler "Total Eclipse of the Heart" í líki nítján mismunandi söngkvenna. Nú þegar hafa nærri 2 milljónir manna horft á myndbandið á Youtube. Christina flutti lagið síðastliðna helgi á staðnum 54 í New York. Hún hefur flutninginn á hinni bresku Adele en auk hennar stíga á svið Alanis Morrissette, Kristin Chenoweth, Celine Dion og 15 fleiri söngdívur túlkaðar af Bianco. Lagið ættu allir að þekkja enda hefur það verið spilað ótal sinnum síðan það kom út árið 1983. Það er þekktasta lag söngkonunnar Bonnie Tyler og komst til að mynda á toppinn í Bandaríkjunum, Suður-Afríku, Ástralíu og Bretlandi. Söngkonan Kelly Clarkson, hljómsveitin Metallica og One Direction hafa öll flutt lagið í nýrri útgáfu en enginn hefur áður sungið lagið, sem er rúmar 6 mínútur, og hermt í leiðinni eftir þekktustu söngkonum heims. Fagnaðarlætin leyna sér ekki á myndbandinu en hvernig henni tekst upp, um það verða lesendur að dæma en flutninginn má sjá hér að ofan.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira