Fyrirsláttur að Snowden verði að vera á landinu til að sækja um hæli Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2013 13:52 Ef marka má orð lögmannsins Helgu Völu er það fyrirsláttur yfirvalda að Snowden þurfi að vera hér staddur til að sækja um hæli. Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir það alrangt, sem fram hefur komið, að Edward Snowden þurfi að vera á landinu til að sækja um landvistarleyfi. „Þetta er alrangt því það er lögbundið að umsækjandi um leyfi til dvalar verði að sækja um áður en komið er. Sagt er líka að hann verði að vera hér áður en hann sækir um hæli. Það er ekki heldur rétt því fordæmi eru fyrir því að stjórnvöld hafi veitt fólki sem statt er utanlands hæli. Þá má sækja um hæli í sendiráðum Íslands erlendis sem og sækja um visa og sækja formlega um hæli við komuna. Vilji stjórnvalda er það eina sem þarf,“ segir Helga Vala á Facebooksíðu sinni. Ögmundur Jónasson sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með njósnum sínum og veita ætti Snowden landvistarleyfi hér á landi. Stjórnvöld, þeirra á meðal Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, hafa hingað til afgreitt þetta mál sem svo að ekki sé hægt að veita mönnum hæli hér nema þeir séu hér staddir. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður Allsherjarnefndar, var á þeim nótum á þinginu í morgun; hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. „Mér vitanlega hefur ekki komið fram umsókn frá þessum tiltekna einstaklingi umsókn um ríkisborgararétt hér á Íslandi. Og þess vegna hefur nefndin ekki tekið þetta fyrir, og ég hef ekki áform um að gera það, nema annað tilefni gefist til. Hvernig ætti umfjöllun nefndarinnar að fara fram? Við höfum engin gögn, engar upplýsingar og þar af leiðandi engar forsendur, til þess að meta það hvort að þessi einstaklingur sem hér sé spurt um uppfylli þau skilyrði og ástæða sé til þess fyrir okkur að taka það mál til umfjöllunar," sagði Unnur Brá á Alþingi. Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir það alrangt, sem fram hefur komið, að Edward Snowden þurfi að vera á landinu til að sækja um landvistarleyfi. „Þetta er alrangt því það er lögbundið að umsækjandi um leyfi til dvalar verði að sækja um áður en komið er. Sagt er líka að hann verði að vera hér áður en hann sækir um hæli. Það er ekki heldur rétt því fordæmi eru fyrir því að stjórnvöld hafi veitt fólki sem statt er utanlands hæli. Þá má sækja um hæli í sendiráðum Íslands erlendis sem og sækja um visa og sækja formlega um hæli við komuna. Vilji stjórnvalda er það eina sem þarf,“ segir Helga Vala á Facebooksíðu sinni. Ögmundur Jónasson sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með njósnum sínum og veita ætti Snowden landvistarleyfi hér á landi. Stjórnvöld, þeirra á meðal Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, hafa hingað til afgreitt þetta mál sem svo að ekki sé hægt að veita mönnum hæli hér nema þeir séu hér staddir. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður Allsherjarnefndar, var á þeim nótum á þinginu í morgun; hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. „Mér vitanlega hefur ekki komið fram umsókn frá þessum tiltekna einstaklingi umsókn um ríkisborgararétt hér á Íslandi. Og þess vegna hefur nefndin ekki tekið þetta fyrir, og ég hef ekki áform um að gera það, nema annað tilefni gefist til. Hvernig ætti umfjöllun nefndarinnar að fara fram? Við höfum engin gögn, engar upplýsingar og þar af leiðandi engar forsendur, til þess að meta það hvort að þessi einstaklingur sem hér sé spurt um uppfylli þau skilyrði og ástæða sé til þess fyrir okkur að taka það mál til umfjöllunar," sagði Unnur Brá á Alþingi.
Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira