Enski boltinn

Ég væri búinn að ná í Cavani

Stefán Árni Pálsson skrifar
Roberto Mancini
Roberto Mancini Mynd / Getty Images
Roberto Mancini, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester City, vill meina að hann væri nú þegar búinn að klófesta Edison Cavani frá Napoli ef hann væri enn við stjórnvölin hjá Manchester City.

Edin Dzeko, leikmaður Manchester City, hefur verið orðaður við Napoli og jafnvel í skiptum fyrir Cavani.

„Þetta eru tveir mjög ólíkir leikmenn. Dzeko er frábær sóknarmaður og hefur mikil gæði og gæti skorað fullt af mörkum í ítölsku deildinni.“

„Ef ég væri ennþá stjóri City þá væri Cavani kominn til liðsins en ég þekki ítalskan bolta betur en flest allir og veit hvernig á að hjálpa mönnum að aðlagast ensku deildinni.“

„Ég er stoltur af minni frammistöðu með Manchester City en við unnum fyrsta titil félagsins í 50 ár og alls þrjá titla á meðan ég var með liðið, það er nokkuð gott.“

Roberto Mancini var rekinn frá City á dögunum eftir að liðið náði ekki að vinna titil á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×