Enski boltinn

Barcelona virðist hafa áhuga á Torres

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fernando Torres  í leik með Chelsea.
Fernando Torres í leik með Chelsea. Mynd / Getty Images

Fernando Torres gæti verið á leiðinni til Barcelona frá Chelsea.

Fréttir berast frá Spáni þess efnis að spænsku meistararnir séu að undirbúa 17 milljóna punda tilboð í framherjann, eða 33 milljónum punda minna en Chelsea greiddi fyrir leikmanninn fyrir tveimur árum.

Jose Mourinho, nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, hefur áhuga á að setjast niður með Torres á næstu dögum og ræða framtíð hans hjá félaginu.

Chelsea hefur sýnt mikinn áhuga á Edinson Cavani, leikmanni Napoli, en tilkoma hans myndi að öllum líkindum gera stöðu Torres hjá félaginu enn verri.

Torres fann sig vel með Chelsea á nýafstöðnu tímabili en hann gerði 22 mörk í öllum keppnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×