Valin á ráðstefnu fyrir nýja rithöfunda Kjartan Guðmundsson skrifar 5. júní 2013 14:29 Heiðrún og Kjartan gáfu bæði út frumraun sína í fyrra. „Þetta er auðvitað mikill heiður og afar ánægjulegt, bara eins og að komast á Norðurlandameistaramótið,“ segir skáldið Heiðrún Ólafsdóttir sem hefur ásamt Kjartani Yngva Björnssyni verið valin til að taka þátt í ráðstefnu fyrir nýja og upprennandi höfunda frá öllum Norðurlöndunum. Námskeiðið fer fram í Biskops-Arnö í Svíþjóð dagana 12. til 16. júní næstkomandi. Á hið svokallaða „debutanteseminar“ er árlega boðið höfundum frá öllum Norðurlöndunum sem gáfu út sína fyrstu bók á liðnu ári og rithöfundasambönd hvers lands tilnefna þátttakendur frá sínu landi. Fyrsta bók Kjartans Yngva var Hrafnsauga, sem hlaut Íslensku Barnabókaverðlaunin árið 2012, en hana skrifaði hann í samvinnu við Snæbjörn Brynjarsson. Þeir Kjartan og Snæbjörn sitja nú við skriftir í Transilvaníu þar sem þeir leggja lokahönd á framhald bókarinnar. Fyrsta bók Heiðrúnar var ljóðabókin Á milli okkar allt sem kom út síðasta haust en Heiðrún hlaut nýræktarstyrk frá Bókmenntasjóði fyrir handritið. Á námskeiðinu munu höfundarnir vinna í nýskrifuðum textum sínum á námskeiðinu undir handleiðslu reyndra höfunda, sem að þessu sinni eru þeir Jörn H. Sværen frá Noregi og Jeppe Brixvold frá Danmörku, auk þess sem þeir kynna verk sín og lesa upp. Þema námskeiðsins er að þessu sinni efni eða „material“ og verður unnið með það á ýmsan hátt. "Þetta er gamalt skandinavískt vinarbragð, að leiða saman nýja rithöfunda, og ég hef heyrt mjög vel látið af þessum ráðstefnum,“ segir Heiðrún. Hún er komin vel á veg með aðra ljóðabók sína sem kemur til með að nefnast Frá hjaranum og verður líklega gefin út í haust. Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er auðvitað mikill heiður og afar ánægjulegt, bara eins og að komast á Norðurlandameistaramótið,“ segir skáldið Heiðrún Ólafsdóttir sem hefur ásamt Kjartani Yngva Björnssyni verið valin til að taka þátt í ráðstefnu fyrir nýja og upprennandi höfunda frá öllum Norðurlöndunum. Námskeiðið fer fram í Biskops-Arnö í Svíþjóð dagana 12. til 16. júní næstkomandi. Á hið svokallaða „debutanteseminar“ er árlega boðið höfundum frá öllum Norðurlöndunum sem gáfu út sína fyrstu bók á liðnu ári og rithöfundasambönd hvers lands tilnefna þátttakendur frá sínu landi. Fyrsta bók Kjartans Yngva var Hrafnsauga, sem hlaut Íslensku Barnabókaverðlaunin árið 2012, en hana skrifaði hann í samvinnu við Snæbjörn Brynjarsson. Þeir Kjartan og Snæbjörn sitja nú við skriftir í Transilvaníu þar sem þeir leggja lokahönd á framhald bókarinnar. Fyrsta bók Heiðrúnar var ljóðabókin Á milli okkar allt sem kom út síðasta haust en Heiðrún hlaut nýræktarstyrk frá Bókmenntasjóði fyrir handritið. Á námskeiðinu munu höfundarnir vinna í nýskrifuðum textum sínum á námskeiðinu undir handleiðslu reyndra höfunda, sem að þessu sinni eru þeir Jörn H. Sværen frá Noregi og Jeppe Brixvold frá Danmörku, auk þess sem þeir kynna verk sín og lesa upp. Þema námskeiðsins er að þessu sinni efni eða „material“ og verður unnið með það á ýmsan hátt. "Þetta er gamalt skandinavískt vinarbragð, að leiða saman nýja rithöfunda, og ég hef heyrt mjög vel látið af þessum ráðstefnum,“ segir Heiðrún. Hún er komin vel á veg með aðra ljóðabók sína sem kemur til með að nefnast Frá hjaranum og verður líklega gefin út í haust.
Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira