Fótbolti

Rússneski milljarðamæringurinn ekki hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kompany í leik með City.
Kompany í leik með City. Nordic Photos / Getty Images

Franska blaðið L'Equipe staðhæfir í dag að AS Monaco ætli sér að bjóða 5,5 milljarða króna, 30 milljónir punda, í belgíska varnarmanninn Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City.

Rússneski auðkýfingurinn Dmitry Rybolovlev á Monaco sem verður nýliði í frönsku deildinni næsta vetur. Hann ætlar sér stóra hluti og er á góðri leið með að kaupa Radamel Falcao frá Atletico Madrid.

Þá hafa fjölmiðlar ytra greint frá því að Joao Moutinho, sem var hársbreidd frá því að fara til Tottenham í fyrra, og James Rodriguez, leikmenn Porto, séu báðir á leið til félagsins fyrir 70 milljónir evra - rúmar ellefu milljónir króna.

Fleiri leikmenn eru í sigtinu samkvæmt frétt L'Equipe, svo sem Victor Valdes, markvörður Barcelona, og Lisandro Lopez hjá Lyon.

Kompany hefur áður sagt að hann vilji vera um kyrrt í herbúðum City og ólíklegt er að forráðamenn félagsins séu viljugir til að selja hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×