Fótbolti

Falcao sagður á leið til Monaco

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Spænska sjónvarpsstöðin La Sexta fullyrti í kvöld að Radamel Falcao yrði keyptur til franska félagsins AS Monaco nú í sumar.

Falcao er á mála hjá Atletico Madrid og hefur lengi verið orðaður við sterkustu félög Evrópu, einna helst í Englandi.

La Sexta þykir öllu jöfnu áreiðanlegur fréttamiðill og segir að Falcao hafi þegar samþykkt að spila í frönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Enn fremur kemur fram að að eigandi Monaco, hinn vellauðugi Dmitry Rybolovlev, ætli sér stóra hluti með liðið á næstu árum.

Monaco féll úr frönsku úrvalsdeildinni árið 2011 en hefur unnið sér sæti í efstu deild á nýjan leik. La Sexta segir einnig að Rybolovlev hafi einnig áhuga á að ráða Jose Mourinho sem knattspyrnustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×